Verkefnið sprettur upp frá ráðstefnu SASS á Hellu í mars 2015 þar sem leitast var við að draga fram megin áskoranir í byggðaþróun á Suðurlandi. Jafnframt var rætt hvernig auka mætti skilning á sameiginlegum skipulagsmálum og hvernig sveitarfélögin geti tekist á við þau í sameiningu. Erindin á ráðsefninu má sjá hér og niðurstöður samráðsvinnu má sjá hér.
Í framhaldi af ráðstefnunni var ákveðið að vinna sameiginlega verkefnisáætlun sveitarfélaganna um afmörkun og umfang gerð svæðisskipulags fyrir Suðurland. Ársþing SASS ákvað í kjölfarið að taka fyrstu skref í vinnunni með gerð Kortavefsjár Suðurlands.
Nú er verið að vinna að er gerð umhverfis- og auðlindastefnu sem getur nýst sem efniviður í svæðisskipulag og fyrir Kortavefsjá Suðurlands. Lykilþáttur í þessi vinnu snýst um samráð um skilgreiningu viðfangsefna með hagsmunaaðilum með samráðsfundum.
SASS hefur fengið ráðgjafarfyrirtækið Alta til að sjá um samráðsfundina, skipulag þeirra og samantekt. Niðurstöður samráðsins verða kynntar fyrir verkefnastjórn sóknaráætlunar Suðurlands og stjórn SASS í október 2018.
Stefnan er unnin sem áhersluverkefni SASS með vísan í sóknaráætlun Suðurlands og er liður í framvindu megin áherslu áætluninnar, sem eru:
-
Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum.
-
Vinna að heildrænni kortlagninu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða.
-
Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
-
Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
-
Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð
-
Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun
Mikil vinna hefur staðið yfir í stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna í landshlutanum m.a. með DMP og þess vegna ákveðið að einblína á aðrar auðlindir í þessu ferli með áherslu á verndun og nýtingu og sem stjórntæki fyrir sveitarfélög á Suðurlandi og fyrir SASS.
Markmið vinnunnar er að sveitarfélög á Suðurlandi hafi sameignlega sýn og stefnu í umhverfis- og auðlindamálum sem nýtist þeim sem stjórntæki. Stefna sem sveitarfélögin geta tekið upp í aðalskipulögum sínum og/eða sem svæðisskipulag fyrir allan landshlutan eða hluta hans. Mögulega mun stefna í ferðaþjónustu geta runnið saman með þessari á síðari stigum.