top of page

Það má nálgast mótun umhverfis- og auðlindastefnu á fjölbreyttan máta. Slík stefna snýst um samþættingu nýtingar og verndar og segir til um hvernig stefnt er að hátta nýtingu auðlinda þannig að vistkerfi haldist heilbrigð og sem minnst neikvæð áhrif verði á umhverfi og samfélag.

 

Tilhögun og framsetning stefnunnar er m.a. háð því hvaða auðlindir og umhverfisþætti er talið brýnast að móta stefnu um. Sem dæmi um umhverfisþætti sem nauðsynlegt kynni að móta stefnu um má nefna: Grunnvatn, ár, vötn, strandsjó, jarðefni, jarðveg, jarðminjar, jarðfræðilega fjölbreytni, gróður, fugla, líffræðilega fjölbreytni, nytjaland, landbúnaðarland, votlendi, loftgæði, orkulindir s.s. vind, jarðhita, sjávarföll og vatnsföll, úrgang, náttúruvá og landslag.

Hér eru nokkur dæmi um um umhverfis- og auðlindastefnu, sem sýna fjölbreytni í efnistökum og framsetningu.

 

Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá stefnunar.

 

Gerð auðlinda- og umhverfisstefnu er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sjá hér fyrir neðan.

stj.PNG
bottom of page