top of page
Search

Fjörugt samtal á fyrsta samráðsfundinum á Höfn

  • Writer: SASS
    SASS
  • Sep 3, 2018
  • 1 min read

Fyrsti samráðsfundur SASS um brýn viðfangsefni á sviði umhverfis- og auðlindamála, var haldinn 29. ágúst í Nýheimum á Höfn. Þátttaka var mjög góð og umræður fjörugar þar sem fundarmenn skiptust á skoðunum um hvaða mál væru mikilvægust.


Helstu niðurstöður voru síðan dregnar fram í lok fundar. Beðið verður með að kynna niðurstöðurnar þar til allir samráðsfundirnir hafa verið haldnir, svo allir byrji á sömu blaðsíðu.

Í upphafi fundar kynnti Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnið f.h. SASS og Halldóra Hreggviðsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta ræddi um leiðir í stefnumörkun og mögulegan ábata af vel ígrundaðri stefnu, með nokkrum dæmum.




 
 
 

Comments


© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon
bottom of page