top of page
Search

Umhverfis- og auðlindamál á Suðurlandi til umræðu

  • Writer: SASS
    SASS
  • Sep 14, 2018
  • 1 min read

Updated: Sep 17, 2018

Vel á annað hundrað manns hafa tekið þátt í samráðsfundum SASS á Suðurlandi síðustu dagana, þar sem viðfangsefnið hefur verið að greina hvaða vannýttu tækifæri og brýnustu úrlausnarefni tengjast auðlindum og umhverfismálum á Suðurlandi. Lokahnykkurinn voru samráðsfundir á Hvolsvelli, í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri 11. og 12. september sl. Góðar og líflegar umræður voru á öllum fundunum, þar sem fjölbreytt sjónarhorn komu fram.


Þátttakendur fengu einnig kynningu á tækifærum sem felast í vel ígrundaðri stefnu og leiðsögn um hvað hafa þurfi í huga við mótun stefnu, svo hún nýtist sem skyldi í þær breytingar sem vinna þarf að. Guðlaug Ósk Svansdóttir, verkefnisstjóri hjá SASS hefur leitt fundina en Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta sá um kynningu á stefnumótun og tækifærum á því sviði og stýrði samráðsfundum. Samantekt verður kynnt á næsta stjórnarfundi SASS.


SASS þakkar fyrir frábæra þátttöku á öllum fundunum og frjótt samtal. Hægt er að koma ábendingum á framfæri í gegnum heimasíðu verkefnisins.


Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af síðustu fundunum á Hvolsvelli, í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri.


Fundur á Hvolsvelli


Fundur í Vestmannaeyjum



Fundur á Kirkjubæjarklaustri


 
 
 

Comments


© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon
bottom of page