Hvernig má marka stefnu í umhverfis- og auðlindamálum?
- SASS
- Sep 25, 2018
- 1 min read
Á samráðsfundum SASS sem haldnir voru í byrjun september 2018 var rætt um hvaða vannýttu tækifæri og brýnustu úrlausnarefni tengjast auðlindum og umhverfismálum á Suðurlandi. Jafnframt hélt Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta kynningu á því að hverju þarf að huga við mótun stefnu á þessu sviði, ásamt dæmum um ólíkar umhverfis- og auðlindastefnur víðsvegar að úr heiminum.

Comments