top of page
Search

Suðurland til sóknar - ráðstefna

Updated: Aug 15, 2018

Á ráðstefnu SASS um skipulagmál sem haldin var á Hellu þann 25. mars 2015, var leitast við að draga fram megin áskoranir í byggðaþróun á Suðurlandi, auka skilning á sameiginlegum skipulagsmálum og hvernig megi takast á við þau í sameiningu, Suðurlandi til sóknar. Spurt var:

  • Er svæðisskipulag leið til betri framtíðar á Suðurlandi?

  • Hverju gæti sameiginleg sýn á skipulagsmál á Suðurlandi, eða tiltekin svæði innan þess, skilað fyrir byggðaþróun og þannig stutt við sóknaráætlun svæðisins?

Til að varpa ljósi á þessar spurningar voru flutt eftirfarandi erindi á ráðstefnunni:

  • Svæðisskipulag – verkfæri við byggðaþróun - Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá Alta.

  • Suðurnesin sem skipulagsheild – Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavík.

  • Skipulagsmál í Kötlu Geopark –- Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi í Rangárþingi eystra.

  • Skipulag orkumála – Guðjón Bragason, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  • Skipulag ferðaþjónustu – Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu.

  • Rammaskipulag Suðurhálendis – Gísli Gíslason, landslagsarkitekt hjá Steinsholti.

  • Skipulag haf- og strandsvæða – Hafdís Hafliðadóttir, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun.

Að fyrirlestrum loknum voru hópaumræður um þrjú þemu: Auðlindir, ferðamál og miðhálendið. Hér má sjá samantekt með helstu skilaboðum úr umræðunni.

Í framhaldi af ráðstefnunni var ákveðið að vinna sameiginlega verkefnisáætlun sveitarfélaganna um afmörkun og umfang þessa verkefnis. Hér má sjá afurðir þess verkefnis.





Comments


bottom of page