top of page
Search

Umhverfis- og auðlindamálin í brennidepli á samráðsfundum í Vík og á Flúðum í gær

  • Writer: SASS
    SASS
  • Sep 6, 2018
  • 1 min read

Í gær voru haldnir tveir af sjö samráðsfundum SASS á Suðurlandi til undirbúnings umhverfis- og auðlindastefnu fyrir landshlutann. Fyrri fundurinn fór fram í Vík og sá seinni á Flúðum.


Fundirnir tókust vel og sköpuðust góðar umræður um brýn mál sem leysa þarf á sviði umhverfis- og auðlindamála. Staðirnir tveir eiga ýmislegt sameiginlegt, en einnig komu fram ýmis viðfangsefni sem komu á óvart og verður fróðlegt að sjá hvernig endanleg útkoma verður. Næsti fundur verður á Hvolsvelli þann 11. september klukkan 16.00 og þann 12. september verða fundir í Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri.



 
 
 

Comments


© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon
bottom of page